Synopsis
Podcast by Hefnendurnir
Episodes
-
Hefnendurnir 137 - How to get a head in Bransanum
16/10/2017 Duration: 01h14minHulli litli og Ævar mikli tjatta um snapp, geymslupláss í geimnum, óstartreklegt startrek og skáldað byssuofbeldi í byssuofbeldisveruleika.
-
Hefnendurnir 136 - Ekki kúl
09/10/2017 Duration: 01h17minHulkleikur er með flensu og Ævorman kemur í heimsókn til að hressa hann við með rabbi um tilgangsleysi slagorðagríns, öfugþýðingar og andstöðurangstæðu, en líka aðeins um alla þessa káfandi kúkalabba í Hollívúdd.
-
Hefnendurnir 135 - Yfirhefnsla : Andrea Björk Andrésdóttir
02/10/2017 Duration: 01h38minHulkleikur yfirhefnir Andreu Björk; Hönnuð, leikstjóra, animator og almennan flippara um glyðrulega fugla í Lumbruskógi, foreldrakynlíf og fimmta frumefnið.
-
Hefnendurnir 134 - Fanforum forarfen!
25/09/2017 Duration: 01h35minHefnendurnir babbla um danska hönnun í geimnum, stuðboltastelpu með mjaðmir, legsteinaletur og bestu kóngaræmurnar áður en þeir fara í spoileriffic greiningu á mömmumyndinni þarna sem er að gera allt vitlaust.
-
Hefnendurnir 133 - Jó(Pesci)kerinn
18/09/2017 Duration: 01h03minHulkleikur og ÆvorMan rökræða um allt sem skiptir máli. Þar á meðal Emmy verðlaunin, Scorsese Jókerinn, fráfallinn költ karakter, hrædda karlmenn í kvikmyndahúsum og margt fleira. Allt mjög marktækt og vestfirskt.
-
Hefnendurnir 132 - Allt sem þú vildir vita um Sous Vide, en þorðir ekki að spyrja um
11/09/2017 Duration: 01h17minHulkleikur og ÆvorMan skeggræða öryrkja-arkítektúr, 11/9, Del Toro prumpið, list í list, ítölsk kvennamorð, of ungan gamm og venjulegheit Howards, skálandi í vatni með útsýni yfir hallargarð ÆvorMans.
-
Hefnendurnir 131 Ó, Lou
04/09/2017 Duration: 01h17minHulkleikur og ÆvorMan taka þátt í umræðunni um umræðuna en snúa sér að miklvægari málefnum eins og tölvuleikja anime áNetflix, vaktmenn DC heimsins og hvað Hulli glápti á í góða veðrinu.
-
Hefnendurnir 130 - The Day The Clown Tried
10/07/2017 Duration: 01h32minHulkleikur og ÆvorMan tala um ófullnægjandi staðgengla mútanta, minnast fráfallina grínista, hryllingskokka og borgartraðkara og vangavelta hvað sé bestverst og hvað sé verstbest.
-
Hefnendurnir 129 - Drazzle!
03/07/2017 Duration: 01h29minHulkleikur og ÆvorMan koma ferskir úr fríinu til að ræða fasískar hliðarvíddir, meinta hræsni vampírubanaskaparans og fara svo yfir allt feita sjittið sem San Diego comic con lofaði þeim í treileraformi.
-
Hefnendurnir 128 - Smjörkubbsvafflan V Logagrettan: Dawn of Sumarfrí
26/06/2017 Duration: 01h06minHulkleikur og Ævorman fara saman í bíó og hljóðrita reynsluna. Þeir ræða nineties kóngulær, trumpaða kapteina, strákastelpur með fjólubláa lokka, ameríska guði og barnabílstjóra. Svo fara þeir í sumarfrí! Heyrumst aftur í haustmyrkrinu!
-
Hefnendurnir 127 - 20 bestu ekki-ofurhetju-myndasögumyndir ever
19/06/2017 Duration: 01h25minHulkleikur og Ævorman telja upp bestustu og sniðugustu og flottustustu myndasögubíómyndirnar sem eru ekki byggðar á ofurhetjumyndasögum.
-
Hefnendurnir 126 - Nananananananana Adam
12/06/2017 Duration: 01h11minHulkleikur og Ævorman setjast í Einarsgarð og ræða pardusaplaköt, nasistanýríki og brotthvarf besta blökumanns bítnikkatímans.
-
Hefnendurnir 125 - Hashtag feminism
22/05/2017 Duration: 01h25minHulkleikur og Ævorman ræða um períódur í geimnum, elliæra riddara, sokkaskikkjur og stærsta gamechanger þessa árs, Ungfrú Undur. Hjarta hjarta ex ex.
-
Hefnendurnir 124 - Rauðhærð og útlæg
15/05/2017 Duration: 01h08minHulkleikur og Ævorman ræða um hvað er að gerast, hvað þeir eru að glápa á, hvað þeir eru að spila á og minnast moore og boothe.
-
Hefnendurnir 123 - Doktorsþríleikurinn þrjú : Doktor Allt bú!
08/05/2017 Duration: 54minSandra Barilli situr með Hullinu og Ævörinni í þriðju lotu epískrar Doctor Who umræðu. Nú er seglum snúið að sitjandi og fráfarandi Doktor: Peter Capaldi. Tímalávarðurinn með hvassa skapið. Klárum þetta! Shut up!
-
Hefnendurnir 122 - Doktorsþríleikurinn II : Doktor nú þú!
01/05/2017 Duration: 01h06minSandra, Ævar og Hulli ræða ellefta doktorinn í öðrum hluta doktor who þríleiksins í þessum hundraðtuttugastaogöðrum þætti hefnenda. Frumfluttur á sextánda degi fimmta mánaðar sautjánda árs tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Nei bíddu er þetta ekki átjánda árið? hvernig virka aftur aldamót? Allavega Matt Smith og hans tímaflækjur eru spónaðar í atóm! Geronimo!
-
Hefnendurnir 121 - Doktorsþríleikurinn I : Doktor Hú?
24/04/2017 Duration: 01h08minÆvarinn, Hullinn og Sandran setjast niður og hljóðrita fyrsta kafla í epískri Doctor Who trilógíu. Í þessum þætti ræða þau hinn skammlífa Eccleston og hinn langlífa Tennant. Fantastic! Allons-y!
-
Hefnendurnir 120 - Sandrés Önd í yfirhefnslu
17/04/2017 Duration: 01h13minHulkleikur yfirhefnir Söndru Barilli, lífskúnstner, umboðsmann og Pad Thai aðdáenda. Þau ræða um hvað The Sweetest Thing er vanmetin snilld, hvað litla hafmeyjan kann að gera flotta hársveiflu og hvað garðyrkju-ofurkraftar geta verið gagnlegir.
-
Hefnendurnir 119 - Brúna Eldingin
10/04/2017 Duration: 01h06minHulkleikur og Ævorman semja heila bíómynd! Eða réttara sagt semja sögu fyrir heila bíómynd! Eða réttara sagt byrjun að sögu fyrir heila bíómynd. Brúna Eldingin er action ævintýri fyrir alla fjölskylduna ef að öll fjölskyldan er eldri en sextán ára. VRÚMM! VRÚMMM!!
-
Hefnendurnir 118 - Gwyneth gufan
03/04/2017 Duration: 01h12minHulkleikur heimsækir Dídí í Lalalandi á meðan Ævorman húkir flensuhokinn heima á klakanum. Með aðstoð framtíðartækni tókst þeim þó að taka upp þátt þar sem rætt er um Nælon og sundlaugarpartí, ömurlega umboðsmenn, poppmenningu draumaborgarinnar og svo er síðasti kapítulinn af Lalasápunni skrifaður af Dröfn á englaryki.